Luis Felipe Edwards Chardonnay Gran Reserva 2013 fær góða dóma hjá Víngarðinum

Luis Felipe Edwards Gran Reserva Family Selection Chardonnay 2013 ****

Þessi ágæti Chardonnay sem kemur frá Casablanca-dalnum vestan við Santiago í Chile hefur gylltan lit meðalopna angan. Vínið er ögn eikað einsog finna má og hefur að auki feitan keim eftir maló-laktíska gerjun sem verður þó aldrei of yfirþyrmandi. Þarna má finna niðursoðna peru, sæta sítrónu, vanillu, eplapæ, passjón, mangó og guava. Þarna eru líka smjör og reykur og í heild sinni má helst benda á vín frá Mâcon eða Rully sem fyrirmynd.

Í munni er það rétt ríflega meðalbragðmikið með töluverða frískandi sýru, fínasta jafnvægi og prýðilega endingu. Það má greina í því glefsur af sætri sítrónu, niðursoðinni peru, eplaböku, eik, reyk, ananas, gauva, passjón, pipar og rauðu greipaldini. Fínasta vín sem er gott með bragðmeiri og feitari fiskréttum, ljósu fuglakjöti og allskonar forréttum.

Verð kr. 2.595.- Mjög góð kaup.