Luis Felipe Edwards Chardonnay Gran Reserva 2013 fær góða dóma á Vinotek.is

Luis Felipe Edwards Gran Reserva Chardonnay 2014 ****1/2

Luis Felipe Edwards er stærsta fjölskyldurekna vínhúsið í Chile og hefur það vaxið hratt á síðustu árum, ekki síst vegna vinsælda vínanna víða á útflutningsmörkuðum.

Gran Reserva Chardonnay er stútfullt af mildum suðrænum ávexti í bland við hófstillta eik.

Í nefi er sannkölluð ávaxtakarfa, ferskjur, sætar melónur, ástaraldin og sítróna, örlítil vanilla. Ferskt og þykkt, svolítið smjörkennt.

2.564 krónur. Mjög góð kaup á því verði, hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.