Louis de Grenelle Grand Cuvée Saumur Brut fær frábæra dóma á Vinotek.is

Louis de Grenelle Grand Cuvée Brut ****1/2

Við þekkjum fyrst og fremst Loire af vínunum sem ræktuð eru austast í héraðinu, Sancerre og Pouilly-Fumé. Meðfram fljótinu Loire þar sem það rennur frá miðju Frakklands til austurs að Atlantshafi er hins vegar að finna fjölda þorpa þar sem eru framleidd einstök hvítvín, rauðvín og freyðivín.  Saumur er eins konar hjarta svæðisins, þar sem mörg af helstu vínhúsum Loire eru með höfuðstöðvar sínar. Í Saumur einkennist jarðvegurinn af sérstakri tegund kalksteins sem á frönsku nefnist „tuffeau“ og undir borginni hafa verið grafnir út endalausir vínkjallarar úr kalksteininum.

Cave de Louis de Grenelle er eitt þessara vínhúsa og í kílómetralöngum kjallaragöngum þess er freyðivín hússins sem gerð eru með hinni hefðbundnu kampavínsaðferð, látin þroskast.  Grand Cuvée er blanda úr þrúgunum Chenin Blanc og Chardonnay, vínið er ljósgult, freyðir þétt og örugglega,  mikill sítrus, kremað, þurrt og þykkt, sýrumikið og ferskt, smá beiskja í lokin.

 

2.750 krónur. Frábær kaup. Tilvalinn fordrykkur.