Librandi Magno Megonio 2011 fær 5 stjörnur á Vinotek.is!

Librandi Magno Megonio 2011 *****

Það eru ræktuð vín í öllum héruðum Ítalíu. Kalibría er hins vegar það hérað þar sem víngerð er hvað minnst áberandi. Þetta er ásamt Púglíu syðsta hérað meginlands-Ítalíu (táin á stígvélinu), þurrt og frekar hrjóstrugt. Engu að síður er þarna að finna nokkra víngerðarmenn og er óhætt að segja að Librandi sé þar fremstur meðal jafningja. Nokkur af ódýari vínum Librandi komu í sölu í fyrra (Ciró Rosso og Ciró Bianco) en nú er einnig fáanlegt eitt af bestu vínum vínhússins, Magno Megonio.

Þetta er vín sem er unnið 100% úr þrúgunni Magliocco og eflaust fyrsta vínið úr þeirri þrúgu sem að flestir smakka.

Dökkt með djúpum svarbláum lit, í nefinu þurrkuð ber, kirsuber, sólber, krækiber, nokkuð míneralískt, jörð og leir, kryddað, þurrt í munni, ágengt, nokkuð sýrumikið, kröftug og þægileg tannín, eikað, smá núggat.

Fyrir kraftmikinn ítalskan mat, hvort sem er pasta, risotto, osta…eða þess vegna rautt kjöt.

3.695. Frábær kaup