Felsina Berardenga Chianti Colli Senesi 2015 fær frábæra dóma á Vinotek.is

Fattoria Felsina er eitt af bestu vínhúsunum í suðurhluta Chianti Classico-svæðisins en ekrur vínhússins eru á mörkum Chianti Classico og Chianti Colli Senesi, eru farnar að teygja sig inn á svæðið sem kennt er við Siena. Vínið Berardenga er Chianti Colli Senesi, hreint Sangiovese-vín. Dökkrautt með smá fjólubláum tónum, í nefi þroskuð kirsuber og skógarber, blómaangan, jörð og austurlensk krydd. Elegant og fínt í munni, fín sýra og góður tannískur strúktur.

2.795 krónur. Frábær kaup. Flott matarvín með mildri villibráð eða nautakjöti.