
Felsina Berardenga Chianti Classico 2013 fær frábæra dóma á Vinotek.is
Felsina Berardenga Chianti Classico 2013 ****1/2
Fattoria Felsina er eitt af bestu vínhúsunum í suðurhluta Chianti Classico-svæðisins en ekrur vínhússins eru á mörgum Chianti Classico og Chianti Colli Senesi, eru farnar að teygja sig inn á svæðið sem kennt er við Siena.
Felsina Berardenga er tignarlegur og fágaður Chianti Classico, dökkrauð ber og villt ber, kryddað, smá negull og tóbakslauf, kryddjurtir, þétt, tannískt og míneralískt í lokin. Langt.
3.495 krónur. Frábær kaup. Með lambi, nauti eða hörðum ostum.