Fantini Farnese Sangiovese BIO 2014 fær góða dóma hjá Víngarðinum

Fantini Farnese Sangiovese 2014 ****

Ég hef áður skrifað um Montepulciano d’Abruzzo 2013 (***1/2) og Terre di Chieti Sangiovese 2013 (***1/2) en þessi lífræni Sangiovese frá Marche tekur þeim báðum fram og er satt að segja afskaplega fínt hversdagsrauðvín.

Það hefur rétt ríflega meðaldjúpan, rauðfjólubláan lit og meðalopna angan af súkkulaðihúðuðum kirsuberjum, lakkrískonfekti, bláberjasultu, þurrkuðum appelsínuberki og reykelsi.

Í munni er það meðalbragðmikið, sýruríkt og ferskt með fína byggingu og mjúk en töluverð tannín og rétt einso og Terre di Chieti, minnir það mun meira á Montepulciano d’Abruzzo en Sanagiovese frá Toskana. Þarna eru kirusber, súkkulaði, hind- og bláber, þurrkaður appelsínubörkur, plóma, mokka, negull og lakkrís. Býsna feitur og heitur stíll fremur en hinn kaldi Toskana-stíll og ekki spillir að vínið er lífrænt. Hafið með allskyns kjötkenndum hversdagsmat, pottréttum, pasta og skinkum og solleis.

Verð kr. 2.250.- Frábær kaup.