Domaine la Moriniere Chardonnay 2015 fær góða dóma hjá Vinotek.is

Domaine la Moriniere Chardonnay 2015 ****

Chardonnay er ekki þrúga sem maður tengir yfirleitt við Loire-dalinn í Frakklandi sem er jú hvað þekktastur fyrir að vera eitt af meginræktunarsvæðum Sauvignon Blanc.  En engu að síður er hana að finna þar eins og víðast hvar annars staðar eins og þetta vín frá Domaine la Moriniere sannar.

Það er fölgult á lit, gul epli og græn í nefi, hvít blóm og smá sítrus, þægilega ferskt og fínt í munni.

1.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði, snotur franskur Chardonnay.  Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.