Delas Crozes Hermitage Les Launes 2014 fær frábæra dóma á Vinotek.is

Delas Crozes-Hermitage Les Launes 2014 ****1/2

Crozes-Hermitage er heiti víngerðarsvæðisins sem er umhverfis þorpið Tain l’Hermitage við fljótið Rhone í Frakklandi og þarna er það þrúgan Syrah sem er ræktuð.

Les Launes frá Crozes-Hermitage er einmitt karaktermikið, norður-Rónarvín, ungt, rauður ávöxtur í nefinu, kirsuber og rifs, í bland við nokkuð fjós og krydd, smá piprað. Það er enn mjög ungt og tannínin hafa bit, leyfið því að standa í smá stund áður en það er borið fram.

2.995 krónur. Frábær kaup.