Delas Cotes du Rhone 2013 fær góða dóma á Vinotek.is

Delas Cotes du Rhone 2013 ****

Delas er gamalgróið vínhús í Rhone-dalnum í Frakklandi, stofnað af samnefndri fjölskyldu fyrir um 160 árum og er nú í eigu Deutz-kampavínshússins.

St. Esprit frá Delas er klassískt og vel gert Cotes-du-Rhone, Syrah-þrúgan er ríkjandi, með krydduðum, kröftugum ávexti, þarna eru dökk ber, smá rabarbari, fennel, þétt, vel uppbyggt með góðum tannínum.

2.595 krónur. Mjög góð kaup. Frábært matarvín. Gefið smá tíma til að opna sig.