Chateau de Tracy Pouilly Fume 2014 fær frábæra dóma á Vinotek.is

Chateau de Tracy er vínhús í hjarta Frakklands með langa og mikla sögu. Rekja má sögu víngerðarinnar aftur til fjórtándu aldar en það er greifinn af d’Estutt d’Assay sem nú hefur aðsetur í þessu tignarlega chateau-i.

Ljóst á lit, í nefi afskaplega elegant, fínleg angan, greni, græn ber, sætur sítrus, grösugt og töluvert mineralískt. Þykkt, fersk sýra og mjúkur ávöxtur. Hrikalega flott.

3.791 króna. Frábær kaup. ****1/2