Chapoutier Belleruche Cotes du Rhone 2017 valið vín mánaðarins í Gestgjafanum

Chapoutier Belleruche 2017 ****1/2 

Þetta Cotes du Rhone-vín frá Chapoutier er orðið sígilt.  Vínið er vinsælt enda vel gert og dæmigert Cotes du Rhone, blanda af grenache-og syrah-þrúgum. 

Þessi árgangur er alveg þess virði að taka fram og smakka aftur, hann hefur fengið óspart lof frá vínrýnum víða um heim.  Sterkur og ferskur ilmur af skógarberjum.  Áberandi ristuð eik. 

Vínið er einstaklega mjúkt í munni, góð og þroskuð tannín, fíngert jafnvægi, langt eftirbragð með berjum og kaffi.  Frábært vín sem kallar á lambakjöt, t.d. hrygg og einnig nautasteik.

Okkar álit: Frábært vín í góðum árgangi sem ætti að hamstra en geyma ekki of lengi.  Frábær kaup.

Verð: 2.499 kr.