Cerro Anon Gran Reserva 2011 fær topp dóma á Vinotek.is

Cerro Anon Gran Reserva 2011 ****1/2

Það var árið 1973 sem að Bodegas Olarra reisti tilkomumikið og nútímalegt víngerðarhús í útjaðri Logrono, höfuðborgar Rioja-héraðsins.  Það var ekki einungis arkitektur hússins sem að vakti athygli heldur einnig hvernig hönnun var nýtt við víngerðarferlið til að mynda með þakhvelfingum sem að draga úr líkunum á hitasveiflum innandyra. Cerro Anon er eitt af vínum Olarra og Gran Reserva-vínið er blanda úr Rioja-þrúgunum Tempranillo (80%), Mazuelo, Graciano og Garnacha.

Dimmrautt vín, byrjandi þroski í litnum. Kröftugt, algjörlega integrerað, leður, jörð, vindlakassi, kaffi, toffí-karamella, súkkulaði, þurrkaðar plómur, Þétt, mikið og langt.Reykur. Mjög mjúkt en undirliggjandi afl, langt og mikið.

3.550 krónur. Frábær kaup fyrir þess Gran Reservu. Með nautakjöti, t.d. beef wellington.