Cerro Anon Crianza 2016 fær topp dóma á Vinotek.is

Cerro Anon Crianza 2016 ****1/2

Cerro Anon er eitt af vínunum frá Bodegas Olarra í Rioja. Þetta er blanda úr Tempranillo, Garnacha og Graciano sem ræktaðar eru í Rioja Alta og Alavesa. Þetta er vín sem sameinar ágætlega það besta úr nýja og gamla stílnum í Rioja, það hefur massívan ávöxt eins og nýbylgjuvínin, dökkum og djúpum en er líka með áberandi amerískri eik, þykkri kókosangan og creme brulée, þétt og langt í munni, þurrt og míneralískt.

2.495 krónur. Frábær kaup. Með nautakjöti.