Calmel & Joseph Cotes du Roussillon Villages 2012 fær góða dóma á Vinotek.is

Calmel-Joseph Cotes du Roussillon Villages 2012 ****

Calmel & Joseph er nýjasta viðbótin hér á markaðinn frá Suður-Frakklandi. Lítið og spennandi vínhús í bænum Carcassonne þar sem víngerðarmennirnir Lauren Calmel og Jerome Joseph gera vín úr þrúgum sem þeir kaupa frá nokkrum af helstu svæðum Languedoc-Roussillon.

Vínið Cotes du Roussillon Villages er klassís frönsk Miðjarðarhafsblanda úr þrúgunum Grenache, Syrah og Carignan. Það er nokkuð dökkt með rauðfjólubláum tónum, sólber, rifsber, kirsuber í nefi en líka kryddjurtir í bland við skarpan berjaávöxtinn, estragon, fennel. Vínið er þétt og skarpt, kröftug tannín, ávöxturinn er kröftugur og sýrumikill, Það þarf þó nokkurn tíma til að byrja að opna sig og það þarf mat til að vinna með því og hann má alveg vera nokkuð kröftugur.

Hvers vegna ekki t.d. suður-franskt cassoulet?

2.995 krónur.Mjög góð kaup.