Barahonda Summum 2017 fær 5 stjörnur á Vinotek.is

Barahonda Summum 2017 *****

Yecla er víngerðarsvæði í Murcia sem er að finna tæplega hundrað kílómetra vestur af Alicante. Þetta er þurrt og heitt svæði, aðstæður sem henta þrúgum á borð við Monastrell (sem sumir þekkja undir franska heitinu Mourvédre) afskaplega vel. Barahonda Summum frá Senorio de Barahonda  er magnaður Monastrell sem sýnir vel hvers þessi þrúga er megnug í Yecla. Svarblár liturinn er djúpur og þykkur og ávöxturinn heitur, dökkur og kryddaður. svört, sultuð ber, bláber, dökkt súkkulaði og lakkrís. Í munni er vínið feitt og mikið um sig, sýran vegur á móti, kröftug mjúk tannín. Hörkuflott vín.

3.895 krónur. Frábær kaup. Þetta er vín sem þarf braðmikið kjöt. Hentar líka vel með hægelduðum réttum, s.s. lambaskönkum eða uxahölum.